Hoppa í meiginmál
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Varstu að kaupa 3D prentara, hvað næst?

Varstu að kaupa 3D prentara, hvað næst?

Velkominn í nýjan heim!

Framundan eru skemmtilegir tímar, það er ekki alltaf auðvelt en er mjög skemmtilegt og gefandi. Sjálfur fer maður að hugsa um allt það sem hægt er að prenta og hanna. Hér að neðan eru nokkur atriði til að hjálpa þér að byrja.
Það sem er áhugavert í þessari talningu að sjálf prentunin er í fjórða sæti. Enda er undirbúningur og stillingaratriði ansi mikilvæg til þess að ná góðu prenti.

1. Vélbúnaður
Gott er að kynnast prentaranum sínum og þekkja hann vel, þá er samsetningar myndbönd og stillingar myndbönd fyrir þinn prentara sem má finna t.d. á YouTube sem er mikilvægt að kynna sér vel. Prentari sem er með lausar skrúfur og slag í sér mun aldrei prenta vel. Prentarinn hreyfist mikið þegar hann er í notkun og því eðlilega losnar um skrúfur og festingar sem þarfnast yfirferða. Þetta er þekking sem mun nýtast þér um ókomna tíð.

2. Hugbúnaður á prentaranum (Firmware)
Stýringin fyrir prentarann kallast firmware og stöðugt er verið að þróa þau. Margir kvillar hafa verið lagfærðir með uppfærslum. Bæði eru framleiðendur að búa til hugbúnað ásamt öðrum aðilum sem hafa verið að reynast mjög vel. Gott er að ganga úr skugga um að nýjasta útgáfan af firmware er til staðar á prentaranum.
JyersUI er öflugt fyrir Ender 3 V2
Community er flott að prófa fyrir CR6

3. Slicer / Sneiðforrit
Sneiðforrit er forrit sem býr til kóða til að prentarinn geti prentað. Það er mikilvægt að þekkja helstu stillingar vel á þeim til að fá sem bestu prentverkin út.

Dæmi um algeng sneiðforrit sem eru góðir fyrir byrendur sem og lengra komna:
Ultimaker Cura
PrusaSlicer

4. Hvað get ég prentað?
Hér að neðan eru nokkrar síður sem eru margar með ókeypis hönnunum:
https://www.thingiverse.com/
https://thangs.com/
https://www.myminifactory.com/scantheworld/
https://cults3d.com/

3d prentari að prenta listaverk

5. Auka þekkingu
Gott er að kíkja á samfélagsmiðlana, þar er hafsjó af upplýsingum að finna.
Hér eru til dæmis síður fyrir Ender 3 V2:
https://reddit.com/r/ender3v2/
https://www.facebook.com/groups/ender3v2
Youtube er mjög öflugt og mikið af góðu efni þar að finna.

6. Hvernig hanna ég sjálfur?
Fusion 360
er hugbúnaður til þess að teikna stykki, ókeypist útgáfa miðast við 10 hannanir.
Blender er ókeypis hugbúnaður sem hægt er að teikna í 3D. Hér eru leiðbeiningar um hvernig byrja á að nota Blender
TinkerCad er einnig mjög vinsælt forrit

Síðasta grein Prófíll: Dartini
Næsta grein Endalausir Pastamöguleikar #16

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir byrtingu

* Nauðsynlegt